Músíkmeðferð

Sjá verðskrá

Tónlistin er bein tenging inn í líðan og tilfinningar. Við notum öll músík í okkar daglega lífi til að hressa okkur við, róa okkur niður, skapa stemningu  o.fl. Músíkþerapía er meðferð sem notar tónlistina sem verkfæri, styttir sér leið beint inn í tilfinningar og líðan með það markmið að breyta líðan og bæta andlegt og líkamlegt ástand... Lesa meira

Dæmi um virkni músíkmeðferðar fyrir ólíka hópa:

Börn

með einhverfu, ADHD, þroska- og hreyfihömlun o.fl.

Aldraðir

með heilabilun / Alzheimer´s

Geðrænir kvillar

T.d stress, þunglyndi,kvíða, áfallastreitu o.fl.

Dæmi um aðferðir og nálgun

Spuni

Spuni er góð aðferð til að tala saman með tónlist, ná sambandi við tilfinningar og líðan og fá útrás fyrir tilfinningar. Eftir á er alltaf samtal til að ræða hvað kom upp og vinna með það áfram. Það góða við spunann er, að allt er rétt, ekki hægt að gera neitt vitlaust og engin þörf á að vera með tónlistarnám að baki til að geta tekið þátt í frjálsum spuna, hvort sem er opið eða með ákveðið þema eða spilareglu.

Hlustun

Hlustun á valda tónlist getur verið virk tónlistarhugleiðsla, þar sem viðkomandi heldur einbeitingu, lætur hugann reika og tekur eftir tilfinningum og hugsýnum eða hugrenningatengslum sem koma upp. Eftir hlustunina tölum við saman um það sem kom upp, skrifum niður áhrifin eða teiknum málum mynd, sem verður útgangspunktur í samtalinu sem fylgir.Hlustun á slakandi tónlist, oft í lok tímans er góð leið til að æfa og tileinka sér slökun með tónlist.

Raddvinna

Að vinna með röddina getur verið t.d. að syngja til að ná upp málgetu eftir að hafa orðið fyrir heilaskaða á vinstra heilahveli þar sem málstöðin er staðsett. Söngurinn er staðsettur á hægra heilahveli og þjálfunin er með það markmið að þjálfa upp málgetu í gegnum sönginn. Við tölum saman með söng og aðlögum smám saman tónana í söngtalinu að eðlilegum tónhrynjaanda í talmáli.Tónun er aðferð til að talast á við t.d þunglyndi eða kvíða Til að ná upp hljómi í röddinni þarf að anda djúpt, rétta úr sér og virkja líkamann. Hægt er að mæla yfirtóna raddarinnar í byrjun og lok meðferðar og mæla þannig hljóminn í röddinni og sjá batann koma smám saman. Þessa aðferð notaði Dr. Sanne Storm í Doktorsverkefni sínu 2013 til að sýna fram á áhrif músíkmeðferðar fyrir þunglynt fólk.

Hreyfing

Dansinn og dansþörfin er meðfædd eins og við sjáum svo vel þegar lítil börn byrja að dilla sér við tónlist strax á 1.ári. Líkamleg upphitun fyrir músíkmeðferðartímann er mjög æskileg til að ná sambandi við líkamann og finna hvernig okkur líður hér og nú, koma inn í núið, finna sig og vera tilbúin(n) til að takast á við það sem við erum að vinna með hverju sinni.

Verðskrá

Stakur tími

15.000 kr

Bóka tíma
10 tímar

120.000 kr

Bóka tíma